Fáein orð um myndlist Hafdísar Pálínu Ólafsdóttur

Á myndlistarferli sem nú spannar hartnær fjóra áratugi hefur Hafdís Pálína Ólafsdóttir haldið trúnað við nokkur meginmarkmið. Fyrir það fyrsta hefur hún forðast að láta staðsetja sig á ákveðnu faglegu rófi innan myndlistarinnar, annað hvort meðal olíumálara, vatnslitamálara eða grafíklistamanna. Allar þessar greinar eru henni tamar, en best lætur henni að vinna þvert á þær, láta þær slá neista hvora af annarri, tæknilega og hugmyndalega. Þannig nýtist Hafdísi Pálínu reynslan af aðferðafræði grafíkur við gerð málaðra einingarverka sinna og glíman við innri birtu vatnslitamynda er eðlilegur aðdragandi ljósmettaðra einþrykkimyndanna sem hún hefur gert mikinn hluta ævi sinnar. Sem eru auðvitað eins konar málverk.

Þetta þverfaglega verklag helst síðan í hendur við myndmál sem er að stórum hluta grundvallað á grandskoðun náttúrunnar, innra sem ytra, án fyrirframgefinna forsendna. Hér á ég ekki við að Hafdís Pálína eltist án fyrirhyggju við sýnilega náttúruna umhverfis vinnustofu sína austur í Hreppum, í því augnamiði að skila henni áleiðis til okkar án verulegrar íhlutunar. Miklu fremur sé ég listakonuna fyrir mér sem eins konar safnara sem dregur að sér úr náttúrulegu umhverfi sínu margvíslegan efnivið sem virkar bæði kunnuglega og framandi á hana.

Verkin sem verða til í framhaldinu eru síðan svör – eða a.m.k. drög að svörum – við spurningum sem Hafdís Pálína leggur fyrir hvorttveggja viðfangsefni sitt og þá tækni sem hún velur sér til úrvinnslu, fremur en tilraunir til að lýsa því hvernig hún sjálf er innstillt gagnvart þessu tvennu. Þannig er nálgunin alfarið á forsendum náttúrunnar og tækninnar, ekki manneskjunnar sem heldur um stjórnvölinn. Sem er ein af helstu forsendum tuttugustu aldar módernisma, eins og hann var praktíseraður í Evrópu á tímum Bauhaus-skólans. Það er engin tilviljun að Hafdís Pálína er sá íslenski myndlistarmaður sinnar kynslóðar sem gerst hefur rannsakað og útbreitt lita- form- og kennslufræði Bauhaus.

Erindi listakonunnar við náttúrulegan efnivið sinn – materia – er í formi nokkurs konar „ástandsskoðunar“. Hún grennslast fyrir um helstu veikleika hans og styrkleika, hvernig hann getur leyst upp frumeindir sínar og runnið saman við snjó, vinda, vötn og birtu, eða hrannast upp í óbrotgjarnt berg við minnstu tilhliðrun jarðskorpunnar. Eða þá að hún skrásetur viðbrögð efnisins við allrahanda inngripi lífrænna óvissuþátta, allt frá flóru til mannlífsflóru.

Allt gerist þetta að undangengnu rannsóknarferli, þar sem sérhver þáttur er gaumgæfður og brotinn til mergjar, uns eftir stendur myndrænn kjarni sem segir listakonunni eitthvað sem hún vissi ekki fyrir um veröldina sem umlykur hana. Þessi rannsóknarhyggja er sömuleiðis ein af grunnstoðum módernískrar myndlistar.

Í ljósi þess sem hér hefur verið sagt er ekki fráleitt að líta á myndlist Hafdísar Pálínu sem nútímalega framlengingu á ævistarfi þeirra módernista íslenskra sem í verkum sínum brúuðu bilið milli náttúrulegrar óreiðu og formfestu af mestum myndugleik, nefnilega þeirra Nínu Tryggvadóttur og Harðar Ágústssonar, nútímalega að því leyti að í verkum þeirrar fyrrnefndu er fullvissa forveranna samslunginn ákveðnum efasemdum um framhaldslíf þess sem Jóhannes Kjarval kallaði „alnáttúru“.

Aðalsteinn Ingólfsson

_______________________________________________________________

 

A brief look at the art of Hafdís Pálína Ólafsdóttir

During an artistic career spanning some forty years, Icelandic veteran Hafdís Pálína Ólafsdóttir has kept faith with a few basic tenets. Firstly she has steadfastly refused to be pigeonholed as a particular kind of artist, say an oil painter, watercolour painter or printmaker. She is of course adept at all three, but her best work is invariably interdisciplinary, the result of pitting one craft against another, technically as well as conceptually. Thus Hafdís Pálína is able to call on her experience of serial printmaking when developing her modular series of paintings. As a seasoned painter of watercolours she is not fazed either by the challenge presented by the giant translucent monotypes that have occupied her for most of her career. And monotypes are, of course, paintings of a kind.

This interdisciplinary approach goes hand in hand with a set of subjects derived chiefly from a close study of nature, both its objective manifestations and its inner workings, without preconceived premises but always with an eye for the unexpected. Which is not to say that Hafdís Pálína is in the business of simply reproducing for our delectation images of the pristine nature that surrounds her studio home in the Hreppar region. Rather, I tend to see her as a kind of collector, gathering from her natural habitat all sorts of materials that strike her as both familiar and utterly strange.

The work that she subsequently produces provides us with answers – or at least the beginnings of answers – to questions that she puts to her matter, and her chosen discipline, instead of presenting us with a Romantic description of how she feels about either of them. At all times, her focus is on the intrinsic qualities of her material and her chosen discipline, not her point of view. Thus she touches on one of the central premises of 20th century Modernism in its heyday, the era of the Bauhaus. Interestingly, her affiliation with the Bauhaus is more than skin deep, for she is known for her study and dissemination of the colour theory and pedagogy of the famous art school.

Her interrogation of matter can be seen as a kind of spot check of the natural organisms around us. She probes for their strengths and weaknesses, reveals how they suddenly dissolve into their component parts through the intervention of the elements: snow, winds, water or even light, or suddenly pile up into infrangible rock formations through the chance movements of the earth’s crust. Or she may document the reaction of these organisms to the unexpected intrusions of other organic life, be it flora or humankind.

All of this happens only after an extended period of research and experimentation, where no stone is left unturned, actually and metaphorically. Which continues until the artist is left, quite literally, with the heart of the matter, a visual manifestation of something that she – yes, and we – didn’t know before about the natural world. This relentless investigtive methodology also happens to be part and parcel of the Modernist movement.a

Thus, as an artist, Hafdís Pálína may be seen as the direct descendant of great Icelandic Modernist stalwarts such as Nína Tryggvadóttir and Hörður Ágústsson, who in their best work revelled in the dichotomy between natural chaos and the human will to order, the main difference being that in the work of the younger artist the optimism of her predecessors has been tinged with very modern doubts about the future of the world that Icelandic landscape pioneer Jóhannes Kjarval termed „alnáttúra“ or natura in toto.

Aðalsteinn Ingólfsson